Nafngiftarreglur I – dæmi og svör

1a. Hvaða merkingu hefur rómverska talan í nafni efnasambanda, t.d í járn(II)klóríð?

Svar

Rómverska talan táknar jákvæða hleðslu málmatómsins. Fe(II) þýðir að járnið er á jónaformi með hleðsluna 2+.

1b. Hvers vegna þarf að nota rómverskar tölur til að tilgreina hleðslu hliðarmálma?

Svar

Hliðarmálmar eru alltaf jákvætt hlaðnir en geta haft mismunandi hleðslur eftir aðstæðum. Í FeCl3 hefur járn 3+ hleðslu en í FeCl2 þá hefur járn 2+ hleðslu. Hvort tvegga er járnklóríð og því þarf að aðgreina þetta í járn(III)klóríð og járn(II) klóríð.

1c. Hvers vegna eru sameindir með forskeyti í nöfnum sínum en jónaefni ekki?

Svar

Sameindir geta haft margar mismunandi samsetningar af þeim frumefnum sem þau eru gerð úr. T.d NO, N2O, NO2 , o.s.frv. En jónaefni eru bara með eina mögulega samsetningu út frá þeim jónum sem þau eru gerð úr. Samsetning jónaefna er alltaf á þann máta að efnasambandið verði óhlaðið.

Dæmi 1

Svar

Picture
Dæmi 2

Svar

Picture
Picture

Svar

Picture
Picture

Svar

Picture
Picture
Picture