Mengun – dæmi og svör

1. Hverjir eru helstu flokkar vatnsmengunar?

Svar

  • Þungmálmar​
  • Lífræn efni
  • Eiturefni
  • Næringarefni (t.d. áburður)
  • Sýring
  • Örverumengun

2. Nefnið fjóra þungmálma.

Svar

Fjögur skaðlegustu eru arsen, blý, kadmíum og kvikasilfur. Einnig má nefna t.d króm og þallíum og antímón.

3. Hver eru helstu rotnunargösin?

Svar

CO2, CH4, H2S og NH3.

4. Hver eru helstu gróðurhúsalofttegundirnar?

Svar

Koltvísýringur (CO2)
Metan (CH4)
Nituroxíð (NO)
klórflúorkolefni (CFCs)
Vetnisflúorkolefni (HFCs)

5. Hver er helstu uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi

Svar

Losun vegna framræslu lands er megin uppspretta gróðurhúslofttegund á Íslandi. Hún ber ábyrð á um 70-75% af heildarlosun landsins.

6 Að undanskilinni framræslu lands. Hvaða þrír þættir bera mestu ábyrð á losun gróðurhúsloftegunda á Íslandi

Svar

Í þessari röð.

1. Iðnaður
2. Samgöngur
3. Landbúnaður
4. Sjávarútvegur

7. Hvernig má sporna við gróðurhúsaáhrifum á Íslandi?

Svar

  • Með endurheimt votlendis
  • Með grasræktun á frjósömum jarðvegi
  • Með landgræðslu á sígrænum trjám þar sem jarðvegur er ekki heppilegur fyrir grasrækt
  • Með rafbílavæðingu
  • Með því að draga almennt úr neyslu og samgöngum.
  • o.fl.