1a. Hvað er frumefni og hve mörg eru þau?
Svar
Atóm af einni gerð eru kölluð frumefni. Til eru 118 mismunandi frumefni.
1b. Úr hvaða öreindum er atóm samsett og hver er hleðsla þeirra?
Svar
Atóm er samsett út róteindum sem eru plús hlaðnar, nifteindum sem eru óhlaðnar og rafeindum sem eru mínus hlaðnar. Róteindir og nifteindir eru í kjarna atóms á meðan að rafeindir svífa umhverfis kjarnann
2. Teiknið grunnbyggingu atóms?
Svar
3. Hver er sætistalan fyrir eftirfarandi atóm a) Na b) Cl og c) Ag ?
Svar
a) Sætistala Na er 11
b) Sætistala Cl er 17
c) Sætistala Ag er 47
4. Hvað er samsæta?
Svar
Samsætur eru atóm með sama fjölda róteinda en mismunandi fjölda nifteinda. Þ.e. frumefni af sömu gerð með mismunandi fjölda nifteinda.
5. Samsætuhlutfall klórs er 75,8% Cl-35 á móti 24,2% Cl-37. Hver er atómmassi klórs?
Svar
6. Hve margar róteindir, nifteindir og rafeindir er í Cl-37 samsætunni? Sýnidæmi.
Svar
Róteindafjöldi Cl = 17 róteindir
Rafeindafjöldi = Róteindafjöldi => 17 rafeindir
Massatala = 37. Nifteindir = 37 – 17 = 20 nifteindir
7. Hvaða samsæta hefur 20 róteindir og 24 nifteindir?
Svar
8. Hver eru undirhvolf atóma og hvað rúmar hvert þeirra margar rafeindir?
Svar
Undirhvolfin kallast s, p, d og f, þar sem s rúmar 2 rafeindir, p rúmar 6 rafeindir, d rúmar 10 rafeindir og f rúmar 14 rafeindir.
9. Hver er rafeindahýsing Fe atómsins. Sýnidæmi.
Svar
9b. Hvaða frumefni hafa eftirfarandi rafeindahýsingu?
Svar
a) 11 rafeindir => Natríum (Na) b) 26 rafeindir => Járn (Fe) c) 37 rafeindir => Rúbidíum (Rb)
10. Hvað er sameiginlegt þeim frumefnum sem eru í sama flokki lotukerfisins?
Svar
Þau hafa öll sama magn rafeinda á sýnu ysta hvolfi (gildisrafeindir) sem gefur þeim sambærilega efnaeiginleika.
11. Hvaða jónir geta myndast úr eftirfarandi atómum. a) Na b) Al c) S d) Br
Svar
a) Na myndar 1+ jón. b) Al myndar 3+ jón. c) S myndar 2- jón. d) Br myndar 1- jón.
12. Hvaða frumefni hafa eftirfarandi sætistölur? a) 19 b) 43 c) 82
Svar
a) Kalíum b) Teknesíum c) Blý
13. Fyllið upp í eftirfarandi töflu