1. Hvaða gerðir af tengjum má helst finna á milli atóma í efnasamböndum?
SVAR
Jónatengi, skautuð samgild tengi og samgild tengi.
2. Hvað eru gildisrafeindir og hvernig mynda þær efnatengi í jónatengjum og samgildum tengjum
SVAR
Gildirrafeindir eru þær rafeindir sem eru á ysta rafeindahvolfi atóms. Þegar jónatengi myndast þá missa atóm frá sér gildisrafeindir þar til þau hafa uppfyllt átturegluna og verða jákvætt hlaðin. Önnur atóm þurfa að taka við rafeindum þar til þau uppfylla einnig átturegluna og verða þá neivætt hlaðin. Þegar samgild tengi myndast þá deila atómin gildisrafeindum á milli sýn.
3. Nefndu tvær gerðir af tengjum sem geta myndast á milli sameinda.
SVAR
Vetnistengi og Van der Walls tengi
4. Hvað þarf að vera til staðar í sameind til að vetnistengi geti myndast
SVAR
Sameindin þarf að vera skautuð og innihalda vetni (H) annars vegar ásamt flúor, nitri eða súrefni hins vegar.
SVAR
SVAR
7. Hver er rafdrægnimunur á milli atóma í a) NaCl og b) MgO
SVAR
Rafdrægni Na = 0,9 og Cl = 3,2. Rafdrægnimunur = 3,2-0,9 = 2,3
Rafdrægni Mg = 1,2 og O = 3,5. Rafdrægnimunur = 3,5 – 1,2 = 2,3
8. Hverjir eru helstu eiginleikar málma?
SVAR
Málmar leiða vel rafmagn og hita, þeir eru sveigjanlegir, þeir hafa gljáa þegar þeir eru pússaðir og hafa háan eðlismassa.
9. Hvers vegna hafa málmar góða rafleiðni?
SVAR
Vegna þess að rafeindir málmatóma í málmi eru afar laust tengdar við atóm sitt og geta ferðars svo sem næst frjálst á milli atóma. Þar sem rafstraumur er ekkert annað en flæði rafeinda þá skýrir þetta góða rafleiðni málma.
10. Hverjar eru punktformúlur fyrir kolefni og súrefni?
SVAR
11. Ritið punktformúlu og byggingarformúlu fyrir NH3.
SVAR
12. Hver er hleðsla jóna í eftirfarandi efnasamböndum?
a) CuCl2 b) VO2 c) Fe2O3
SVAR
a) Cu með 2+ hleðslu og Cl með 1- hleðslu.
b) V með 4+ hleðslu og O með 2- hleðslu.
c) Fe með 3+ hleðslu og O með 2- hleðslu.