Efnablöndur og lausnir – dæmi og svör

1. Hve mörg mól af NaOH eru í 250ml af 0,35M lausn?

2a. Hver er mólstyrkur KCl lausnar þegar 0,746 gr af KCl er leyst upp í 10ml af vatni?

2b. Hver er mólstyrkur Cl í 0,20 M MgCl2 lausn?

3a. Hvað eru mörg grömm af KCl í 150 ml af 0,150M lausn?

3b. Hve mörg grömm af NaBr þarf til að útbúa 100ml lausn sem hefur styrkinn 0,20M?

4. Hve mikið af vatni þarf að bæta við 250 ml af 5,0M HCl lausn til að þynna lausnina niður í 1,0 M HCl.

5. 100 gr af NaCl er leyst upp í 1000 gr af vatni. Lokarúmmál lausnarinnar er 1050 ml. Hver er eðlismassi lausnarinnar?

6. Hve mörg grömm af ediksýru eru í 500 ml af 15% (w/v) ediksýrulausn?

7. Hver er mólstyrkur 37% (w/v) HCl lausnar?

8. Hver er styrkur KCl lausnar ef 150 ml af 0,20M KCL lausn er blandað saman við aðra 250 ml 0,4M KCl lausn?

9. (Erfitt) Ef ég bæti 10,0 gr af natríum karbónati út í 250 ml af 5% (w/v) ediksýrulausn hver verður styrkur ediksýrunnar og natríumasetatsins eftir á? Efnahvarfið sem gerist er:

Picture