Næringarfræði – dæmi og svör

1. Hver eru helstu einkenni fyrir uppbyggingu próteina og úr hverju eru þau samsett?

Svar

​Bygging próteina er afar flókin. Í grunninn eru þau langar keðjur af amínósýrum, svokölluð fjölamín. Til viðbótar við þetta hafa prótein staðbundin byggingarform sem eru styrkt með vetnistengjum, en þær kallast alpha-helixar, beta-fletir og snúningar.

2. Hvaða amínósýrur er nauðsynlegt að fá úr fæðu?

Svar

  • Histidine
  • Isoleucine
  • Leucine
  • Lysine
  • Methionine
  • Phenylalanine
  • Threonine
  • Tryptophan
  • Valine

3. Hver er óformlegur munur á peptíðum og próteinum?

Svar

Litið er svo á að þegar u.þ.b 50 eða fleirri amínósýrur eru bundnar saman þá erum við komin með prótein en frá tveim og upp að 50 erum við með peptíð.

4. Nefnið þrjár gerðir próteina og hvert er megin hlutverk hverrar gerðar?

Svar

Ensím hvata efnahvörf, hormón stýra efnaferlum og kollagen er byggingarefni.

5. Hver er munurinn í megindráttum á einföldum og flóknum kolvetnum?

Svar

Í megin dráttum eru einföld kolvetni auðmeltanleg og líkaminn tekur þau fljót upp á meðan að flókin kolvetni eru lengur að meltast og koma hægar inn í blóðrásina.

5b. Er munur á orkuinnihaldi á gramm einfaldra og flókinna kolvetna.

Svar

Nei, það er svo gott sem sama orka á gramm  í einföldum og flóknum kolvetnnum. Hins vegar getur hluti flókina kolvetna skilað sér út áður en hann meltist. Hins vegar er mun meiri orka per sameind í flóknum kolvetnum en einföldum.

6. Hvert er ráðlagt magn af trefjum á dag?

Svar

30 grömm daglega.

7a. Hvaða vítamín eru fituleysanleg?

Svar

A, D, E og K vítamín eru fituleysanleg

7b. Hvaða vítamín er nauðsynlegt fyrir viðhald og viðgerð líkamsvefja?

Svar

C-vítamínið er mikilvægasta vítamínið þegar kemur að viðhaldi og viðgerð líkamsvefja.

8. Hver er aðalnotkun mannslíkamans á járni?

Svar

Líkaminn notar járn til að flytja súrefni um líkamann í gegnum blóðrásina með hemóglóbíni .