Nafngiftarreglur I

IUPAC nafnakerfið

IUPAC nafnakerfið er kerfi sem er nýtt um allan heim til að hafa sambærileg nöfn yfir efnasambönd. Kerfið var sett upp til að tryggja að sem minnstur misskilningur yrði á milli aðila á mismunandi menningarsvæðum. Það leysti af hólmi þau hefðbundnu nöfn sem höfðu verið notuð en þó eru sum efni sem halda áfram að vera kölluð sínum hefðbundnu nöfnum, t.d vatn og ammoníak.

Í þessum hluta ætlum við að fara yfir þær reglur sem gilda um nafngiftir smárra sameinda.

Tvíatóma jónaefni

Einföldustu efnasambönd sem hægt er að mynda eru tvíatóma, þ.e. efnasamband gert úr tveim atómum. Í hlutanum um sameindir skoðuðum við hvernig tvíatóma jónasambönd myndast. Nafngiftareglur tvíatóma efnasambanda eru frekar einfaldar.

1. Fyrra frumefnið í efnaformúlu efnasambandsins fær íslenskt heiti sitt.

                         Dæmi: Na = Natríum , K = Kalíum.

2. Seinna frumefnið í efnaformúlu efnasambandsins tekur heiti úr grísku eða latínu með endinguna -íð.

                             Dæmi: Cl = klórið  S = sulfíð.

3. Þessi heiti eru síðan sett saman til að mynda endanlegt nafn.

                       Dæmi: NaCl = Natríumklórið. MgS = Magnesíumsúlfíð

Hægt er að nýta sér nafnalista og jónatöflur til að finna þessi nöfn beint.

Athugið að aldrei er tilgreindur fjöldi atóma í jónaefnasambandi, þar sem almennt er bara ein möguleg samsetning vegna hleðslu jónanna. t.d heitir efnasambandið K2O kalíumoxíð en ekki kalíumdíoxíð.

Sérreglur fyrir hliðarmálma.


​Hliðarmálmar er gerð frumefna sem hafa þá sérstöðu að jónir þeirra geta haft fleirri en eina hleðslu. T.d. tekur járn (Fe) hleðsluna +2 eða +3 eftir þeim aðstæðum sem jónin myndast við. Í þeim tilfellum er bætt aftan við nafn hliðarmálmsjónarinnar rómverskri tölu sem táknar hleðslu jónarinnar.



Einnig er nauðsynlegt að geta áttað sig á hvaða nafn táknar hvaða efnasamband. Til að gera það förum við einfaldlega öfuga leið að þessu. Þ.e finnum hvaða frumefnatákn tilheyra hvaða nafni og röðum því svo saman.



Tvíatóma sameindir

Þegar við gefum tvíatóma sameindum nöfn þurfum við að taka til greina fjölda atóma sem eru til staðar í sameindinni. Það er tilkomið vegna þess að sameindir myndast ekki fyrir tilstuðlan jónunar atóma og geta því sömu tvö frumefni verið í nokkrum hlutföllum í efnasamböndum. T.d getur sameind gerð úr nitri og súrefni verið N2O5, N2O4, N2O, NO og NO2. Allt er þetta nituroxíð og því er augljóst að eitthvað kerfi þarf til að aðgreina þessi efnasambönd.

Til að gera það nýtum við forskeyti til að tákna fjölda hvers frumefnis í efnasambandinu, Forskeytin frá 1 til 12 eru eftirfarandi.



Ekki er þó notað mónó ef að fyrra frumefnið er eitt stakt. Að öðru leyti er sambærilegt kerfi og fyrir jónaefni notað. Þ.e íslenska heitið fyrst og svo grískt/latneskt heiti næst. Skv því mun OCl2 þá heita súrefnisdíklóríð og H2S dívetnismónósúlfíð.

Til viðbótar við þetta þá dettur aftasti sérhljóði úr nafni ef nafn jónarinnar hefst á sérhljóða. Þannig að fyrir efni eins og N2O5 væri rétt nafn díniturpentoxíð, en ekki dínturpentaoxíð.



​Sameindajónir

​Til viðbótar við þessu er til nokkur fjöldi af sameindajónum sem allar hafa sitt eigið nafn. Þó er ákveðið kerfi á nöfnum þeirra eins og sést í töflunni hér að neðan fyrir oxójónir.

Sameindajónir taka svo nafn sitt beint inn í nafngift efnasambanda. Þannig hefur t.d. FeSO4 nafnið járn(II)súlfat og NH4NO3 kalllast ammoníumnítrat.

​Súrefnissýrur

​Síðasta gerð efnasambanda sem við skoðum í þessum hluta eru svokallaðar súrefnissýrur. Fjallað sverður almennt um sýrur í hlutanum sýrur og basar en á þessu stigi má nota þá þumalputtareglu að sýrur eru þau efnasambönd þar sem efnaformúla þess byrjar á vetni, t.d H2SO4. Súrefnissýrur eru þá sýrur sem einnig hafa súrefni í efnauppbyggingu sinni.

Nafngift súrefnissýra dregst þá af frumefninu sem er á milli vetnis og súrefnis í efnaformúlunni.